top of page
  • Forfatterens bildefornsednorge

Fóðruð kýr fyrir huldufólk

Oppdatert: 27. jun. 2018

Skagfirsk þjóðsaga.

Á Minnibrekku í Fljótum bjó kona ein; ekki er getið um nafn hennar. Eitt haust var það að hana dreymdi að til hennar kom huldukona og bað hana að fóðra fyrir sig kú í vetur. Lofaði Minnibrekkukonan þessu, því hún var vel birg af heyi. Það bað huldukonan hana fyrir að skipta sér ekkert af kálfburði né mjöltum kýrinnar. Um morguninn er ókunnug kýr komin í fjósið og gefur konan henni í hverju máli.

Nú sér konan að kýrin býst til burðar og skiptir hún sér ekkert af því, en vinnukona ein var þar hnýsin og fór hún út í fjós að vita hvað kúnni liði með burðinn. Þegar hún lýkur upp fjósdyrunum koma hildirnar í nasir henni og snýr hún aftur við svo búið. Þegar konan kom næsta mál í fjósið sér hún að kýrin er borin og alheil orðin, einnig kálfurinn horfinn. Er nú kýrin þarna um veturinn á fóðri. Heyrði konan oft að verið var að mjólka kúna, en engan sá hún.


Á sumardagsmorguninn fyrsta var kýrin horfin, en í básnum lá kostulegur kvenbúningur og hirti konan hann og átti síðan.

5 visninger0 kommentarer

Siste innlegg

Se alle

Trollslaget.

Islandsk folkevise med mytologisk innhold. Tryllist tröll í helli hvellum hljóða kvæða grimm mjög dimmum, rymja, glymja, þrymja, þruma þrungið löngum grjót með róti, orða birgðum jötuns játum,

Ólafur Liljurós

Ólafur reið með björgum fram, villir hann, stillir hann, hitti fyrir sér álfa rann, þar rauður loginn brann, blíðan lagði byrinn undan björgunum fram. Þar kom út ein álfamær, villir hann, stillir

Merkidagavísur

Íslenskar þjóð-sögur og sagnir, hefti VII. Safnað og skráð hefur Sigfús Sigfússon. Víkingsútgáfan, Reykjavík 1945. Margar vísur hafa verið til um merkidaga, þar á meðal þessar: Ef blika' er í heiði og

תגובות


bottom of page