top of page
Forfatterens bildefornsednorge

Faðir minn átti fagurt land

Oppdatert: 27. jun. 2018

Huld I. -- Björn Þórarinsson Víkingur.


Í Sultum í Kelduhverfi var eitt sinn drengur sem hafði þann starfa á hendi að reka kýr þaðan og upp í Víkingavatn sem er næsti bær. Skammt þaðan eru hagar sem kýrnar ganga í. Svo er háttað landslagi að meðfram veginum eru björg sem liggja næstum óslitin eins og hlaðinn veggur milli bæjanna. Er það því álitlegur bústaður huldufólks enda segja fornar sögur að það eigi þar heima. Á einum stað óx framundan bjarginu rauðaviðarrunnur einn, mikill og fagur. Var það siður drengs að slíta hríslu úr runnanum hvert sinn er hann fór þar hjá þegar hann vantaði keyri á kýrnar.


Líður nú fram sumarið og hefur strákur hinn sama sið og fer nú runnurinn að láta á sjá uns hann eyðileggur hann með öllu. En um haustið fer að bera á undarlegum veikindum í drengnum, visnaði fyrst höndin og hann hálfur og síðan veslast hann upp og deyr um veturinn.


En skömmu síðar var Oddur nokkur, er um sjötíu ár var fjármaður á Víkingavatni, staddur nærri björgum þessum, heyrir hann þá kveðið með raunalegri röddu inni í bjarginu:

"Faðir minn átti fagurt land sem margur grætur. Því ber ég hryggð í hjarta mér um daga og nætur."


Var það ætlun manna að runnurinn sem strákur reif upp hafi verið skemmtilundur huldufólksins og hafi það viljað launa honum lambið gráa og valdið vanheilindum drengsins.

4 visninger0 kommentarer

Siste innlegg

Se alle

Trollslaget.

Islandsk folkevise med mytologisk innhold. Tryllist tröll í helli hvellum hljóða kvæða grimm mjög dimmum, rymja, glymja, þrymja, þruma...

Ólafur Liljurós

Ólafur reið með björgum fram, villir hann, stillir hann, hitti fyrir sér álfa rann, þar rauður loginn brann, blíðan lagði byrinn undan...

Merkidagavísur

Íslenskar þjóð-sögur og sagnir, hefti VII. Safnað og skráð hefur Sigfús Sigfússon. Víkingsútgáfan, Reykjavík 1945. Margar vísur hafa...

Comments


bottom of page