top of page
  • Forfatterens bildefornsednorge

Kirkjustaðurinn á Reyni

Oppdatert: 27. jun. 2018

Einu sinni bjó maður nokkur á Reyni í Mýrdal. Átti hann að byggja þar kirkju en varð naumt fyrir með timburaðdrætti til hennar. Var komið að slætti, en engir smiðir fengnir, svo hann tók að ugga að sér að kirkjunni yrði komið upp fyrir veturinn.

Einn dag var hann að reika út um tún í þungu skapi. Þá kom maður til hans og bauð honum að byggja kirkjuna fyrir hann. Skyldi bóndi segja honum nafn hans áður en smíðinni væri lokið en að öðrum kosti skyldi bóndi láta af hendi við hann einkason sinn á sjötta ári. Þessu keyptu þeir.


Tók aðkomumaðurinn til verka. Skipti hann sér af engu nema smíðum sínum og var fáorður mjög enda vannst smíðin undarlega fljótt og sá bóndi að henni mundi lokið nálægt sláttulokum. Tók bóndi þá að ógleðjast mjög, en gat eigi að gjört.


Um haustið, þegar kirkjan var nærri fullsmíðuð ráfaði bóndi út fyrir tún. Lagðist hann þar fyrir utan í hól nokkurn. Heyrði hann þá kveðið í hólnum, sem móðir kvæði við barn sitt, og var það þetta:

Senn kemur hann Finnur, faðir þinn frá Reyn, með þinn litla leiksvein.

Var þetta kveðið upp aftur og aftur. Bóndi hresstist nú mjög og gekk heim til kirkju. Var smiðurinn þá búinn að telgja hina seinustu fjöl yfir altarinu og ætlaði að festa hana. Bóndi mælti: "Senn ertu búinn, Finnur minn." Við þessi orð varð smiðnum svo bilt að hann felldi fjölina niður og hvarf. Hefur hann ekki sést síðan.

1 visninger0 kommentarer

Siste innlegg

Se alle

Trollslaget.

Islandsk folkevise med mytologisk innhold. Tryllist tröll í helli hvellum hljóða kvæða grimm mjög dimmum, rymja, glymja, þrymja, þruma þrungið löngum grjót með róti, orða birgðum jötuns játum,

Ólafur Liljurós

Ólafur reið með björgum fram, villir hann, stillir hann, hitti fyrir sér álfa rann, þar rauður loginn brann, blíðan lagði byrinn undan björgunum fram. Þar kom út ein álfamær, villir hann, stillir

Merkidagavísur

Íslenskar þjóð-sögur og sagnir, hefti VII. Safnað og skráð hefur Sigfús Sigfússon. Víkingsútgáfan, Reykjavík 1945. Margar vísur hafa verið til um merkidaga, þar á meðal þessar: Ef blika' er í heiði og

ความคิดเห็น


bottom of page