top of page
  • Forfatterens bildefornsednorge

Tökum á, tökum á

Oppdatert: 27. jun. 2018

J.Á.I. -- Eftir handriti Jóns Þórðarsonar á Auðkúlu.


Tvær álfkonur fóru einu sinni heim á bæ einn til að skipta um barn. Þær koma þar að sem barnið er sem þær ætluðu að taka. Það lá í vöggu. Enginn maður var þar nærri nema annað barn tvævett. Yngri álfkonan og ógætnari gengur þegar að vöggunni og segir:


"Tökum á, tökum á"


Þá segir hin eldri:

"Ekki má því mein er á, kross er undir og ofan á, tvævetlingur situr hjá og segir frá."


Við það fóru þær burtu og fengu ekki að gjört, bæði sökum krossmarksins sem gjört hafði verið yfir vögguna og undir barnið áður en það var lagt út af svo og vegna hins er hjá vöggunni sat og síðan sagði frá þessum atburði.

7 visninger0 kommentarer

Siste innlegg

Se alle

Trollslaget.

Islandsk folkevise med mytologisk innhold. Tryllist tröll í helli hvellum hljóða kvæða grimm mjög dimmum, rymja, glymja, þrymja, þruma þrungið löngum grjót með róti, orða birgðum jötuns játum,

Ólafur Liljurós

Ólafur reið með björgum fram, villir hann, stillir hann, hitti fyrir sér álfa rann, þar rauður loginn brann, blíðan lagði byrinn undan björgunum fram. Þar kom út ein álfamær, villir hann, stillir

Merkidagavísur

Íslenskar þjóð-sögur og sagnir, hefti VII. Safnað og skráð hefur Sigfús Sigfússon. Víkingsútgáfan, Reykjavík 1945. Margar vísur hafa verið til um merkidaga, þar á meðal þessar: Ef blika' er í heiði og

Comentários


bottom of page