J.Á.I. -- Eftir handriti Jóns Þórðarsonar á Auðkúlu.
Tvær álfkonur fóru einu sinni heim á bæ einn til að skipta um barn. Þær koma þar að sem barnið er sem þær ætluðu að taka. Það lá í vöggu. Enginn maður var þar nærri nema annað barn tvævett. Yngri álfkonan og ógætnari gengur þegar að vöggunni og segir:
"Tökum á, tökum á"
Þá segir hin eldri:
"Ekki má því mein er á, kross er undir og ofan á, tvævetlingur situr hjá og segir frá."
Við það fóru þær burtu og fengu ekki að gjört, bæði sökum krossmarksins sem gjört hafði verið yfir vögguna og undir barnið áður en það var lagt út af svo og vegna hins er hjá vöggunni sat og síðan sagði frá þessum atburði.
Comments