top of page
  • Forfatterens bildefornsednorge

Björn Ólafsson í Málmey

Oppdatert: 27. jun. 2018

Snemma á þessari öld var uppi maður sem hét Björn Ólafsson (dó um 1840). Hann bjó í Málmey og víðar. Hann var afreksmaður mikill og skipasmiður góður.


Sagt er að hann hafi haft ægishjálm í augum. Björn þessi smíðaði fjölda af skipum og bátum. Vandaði hann mjög að því bæði efni og verk. Það sagði hann að ætíð þegar hann var búinn með eitthvert skip kom sami huldumaðurinn í hvert sinn, gekk kringum skipið og gáði grannt að öllu, en snerti aldrei á neinu nema eitt sinn. Björn var þá nýbúinn að smíða byttu. Kom þá huldumaðurinn eins og vant var að gá að smíðinni; gekk hann í kringum byttuna og réttir hönd til hennar og tekur utanum eina röng. Síðan gekk hann burtu. Björn þóttist vita að huldumanninum mundi þykja eitthvað að rönginni, og fór nú að gá að smíði sínu og gætir grandgæfilega að rönginni; getur hann ekkert smíðalíti eða neina galla fundið þar við og lætur hana svo óáhrærða. En svo vildi til að af byttu þessari drukknuðu tveir menn. En af engu öðru skipi sem Björn hafði smíðað drukknaði neinn maður. Þóttist þá Björn sjá hvað huldumanninum þótti að rönginni og að í henni hefði verið manndrápaviður.

6 visninger0 kommentarer

Siste innlegg

Se alle

Trollslaget.

Islandsk folkevise med mytologisk innhold. Tryllist tröll í helli hvellum hljóða kvæða grimm mjög dimmum, rymja, glymja, þrymja, þruma þrungið löngum grjót með róti, orða birgðum jötuns játum,

Ólafur Liljurós

Ólafur reið með björgum fram, villir hann, stillir hann, hitti fyrir sér álfa rann, þar rauður loginn brann, blíðan lagði byrinn undan björgunum fram. Þar kom út ein álfamær, villir hann, stillir

Merkidagavísur

Íslenskar þjóð-sögur og sagnir, hefti VII. Safnað og skráð hefur Sigfús Sigfússon. Víkingsútgáfan, Reykjavík 1945. Margar vísur hafa verið til um merkidaga, þar á meðal þessar: Ef blika' er í heiði og

bottom of page