top of page
  • Forfatterens bildefornsednorge

Sveinninn sem undi sér ekki með álfum

Oppdatert: 27. jun. 2018

J.Á.I. -- Eftir handriti Jóns Þórðarsonar á Auðkúlu.


Norður í Þingeyjarsýslu hvarf eitt sinn drengur á fjórða árinu. En að viku liðinni fannst hann undir háum klettum er voru í nánd við bæinn. Voru þá þrjú fingraför á kinn hans.

En er hann var spurður hvar hann hefði dvalið sagðist hann hafa verið á bænum þarna og benti þeim þar á er þeim virtust vera klettar einir. Sagði hann að þar byggi álfafólk og hefði það viljað heilla sig en hann sagðist ekki hafa getað borðað hjá því því allur matur hefði sér sýnst maðkaður. Hefði það þá séð að ekki hefði orðið um sig tætt og hefði því gömul kona leitt sig brott og sagt að hann skyldi þó bera þess menjar að hann hefði dvalið hjá álfafólki, slegið sig kinnhest og gengið síðan burt.


Eftir þetta ólst drengurinn upp, mannaðist vel og varð merkisbóndi. Eitt sinn reið hann, er hann var orðinn gamall maður, fram hjá klettum þeim er hann fannst undir og kvað hann þá vísu þessa:

Þessar klappir þekkti ég fyrr, þegar ég var ungur. Átti ég víða á þeim dyr, eru þar skápar fallegir.

3 visninger0 kommentarer

Siste innlegg

Se alle

Trollslaget.

Islandsk folkevise med mytologisk innhold. Tryllist tröll í helli hvellum hljóða kvæða grimm mjög dimmum, rymja, glymja, þrymja, þruma þrungið löngum grjót með róti, orða birgðum jötuns játum,

Ólafur Liljurós

Ólafur reið með björgum fram, villir hann, stillir hann, hitti fyrir sér álfa rann, þar rauður loginn brann, blíðan lagði byrinn undan björgunum fram. Þar kom út ein álfamær, villir hann, stillir

Merkidagavísur

Íslenskar þjóð-sögur og sagnir, hefti VII. Safnað og skráð hefur Sigfús Sigfússon. Víkingsútgáfan, Reykjavík 1945. Margar vísur hafa verið til um merkidaga, þar á meðal þessar: Ef blika' er í heiði og

bottom of page