top of page
  • Forfatterens bildefornsednorge

Um umskiptinga

Oppdatert: 27. jun. 2018

Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar


Einkum er álfum gjarnt til að ná til sín börnum, bæði með því að skipta um þau meðan þau liggja í vöggu og með því að laða þau að sér, hylla þau eða heilla, þegar þau eru komin á legg og geta gengið úti við. Fyrir því varast menn að skilja nýfædd börn mannlaus eftir nema krossað sé bæði yfir barnið og undir það áður en það er lagt í vögguna til að varna þeim ófögnuði að um það verði skipt. Þegar skipt er um börn er það barnið sem álfar láta í stað hins rétta barns ávallt illa lynt og óvært, og er sú orsök til þess að álfar velja úr sínum hóp afgamla og útlifaða karla og kerlingar og láta í stað hins barnsins í vögguna, það heitir umskiptingur. Af því það eru ævagamlar karlhrotur tannlausar sem álfar leggja aftur í vögguna taka umskiptingar aldrei tennur. Aldrei hef ég heyrt þess getið að huldumenn hafi átt að skipta um börn eða hylla, en allajafna álfkonur.


Svo stendur á teygjum umskiptinga að til þess að þeir sýnist litlir sem vöggubarn hnoða álfkonur þá og kýta saman áður en þær leggja þá í vögguna fyrir barnið sem þær taka. En þótt þeir sýnist eins litlir og börn þurfa þeir öðru hvoru að teygja úr sér því þeir geta ekki alveg afneitað sinni fyrri náttúru, og sæta þeir því lagi að gjöra það þegar þeir ætla að enginn sé nálægur eða sjái til sín.

15 visninger0 kommentarer

Siste innlegg

Se alle

Trollslaget.

Islandsk folkevise med mytologisk innhold. Tryllist tröll í helli hvellum hljóða kvæða grimm mjög dimmum, rymja, glymja, þrymja, þruma þrungið löngum grjót með róti, orða birgðum jötuns játum,

Ólafur Liljurós

Ólafur reið með björgum fram, villir hann, stillir hann, hitti fyrir sér álfa rann, þar rauður loginn brann, blíðan lagði byrinn undan björgunum fram. Þar kom út ein álfamær, villir hann, stillir

Merkidagavísur

Íslenskar þjóð-sögur og sagnir, hefti VII. Safnað og skráð hefur Sigfús Sigfússon. Víkingsútgáfan, Reykjavík 1945. Margar vísur hafa verið til um merkidaga, þar á meðal þessar: Ef blika' er í heiði og

Comments


bottom of page