• fornsednorge

Plötuspilari hjá huldufólki á Tjörnesi

Oppdatert: 27. juni 2018

intervju med Inga Lísa Middelton, Morgunblaðið 12/2 1995.


"Þú segir að amma þín hafi umgengist huldufólk?!"

"Langamma mín var í sambandi við huldukonu sem bjó í steini. Þær hjálpuðu hvor annarri í harðindum. Þegar huldukonan var mjólkurlaus gaf langamma henni mjólk, og í staðinn sá huldukonan um að lömbin hennar langömmu lifðu.

Amma mín lék sér svo við dóttur huldukonunnar, því að fjölskyldurnar voru góðir nágrannar. En langamma harðbannaði ömmu að fara nokkurn tíma inn í steininn því þá gæti hún lokast þar inni. Hún mátti aðeins leika sér við dóttur huldukonunnar fyrir utan. En amma sá eitt sinn óvart inn í steininn. Hún sá útsaumað rúmteppi og eitthvert apparat sem hljómlist kom frá. Á þessu apparati var diskur sem snerist. Á þessum tíma hafði amma aldrei séð plötuspilara né vissi hvað það var, því að þetta gerðist í Breiðuvík á Tjörnesi á árunum 1905 til 1908."

© 2018 FORN SED NORGE

  • Facebook - White Circle